Flug allt árið um kring

0
97

Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri að ekkert annað standi til en að flogið verði á Húsavíkurflugvöll allt árið um kring og er sala á flugi út september 2013 komin á netið.

Einnig er fólk kvatt til að kynna sér þau tilboð sem í boði eru hverju sinni ásamt þeim afsláttum og afsláttarkortum sem í boði eru fyrir fjölskyldur, börn, unglinga og stúdenta.

 

 

Flogið er alla daga vikunnar nema laugardaga og vill félagið þakka þær frábæru viðtökur sem urðu þegar flug var aukið úr sjö flugum í viku í tíu. Það er alveg ljóst að flug gengur ekki nema fólk, fyrirtæki og stofnanir nýti þennan samgöngumáta og ber að þakka hvað heimamenn eru duglegir að standa saman í að nýta þessa þjónustu.