Nemendur við Framhaldsskólann á Laugum munu mæta Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í fyrstu umferð Gettu Betur í kvöld kl 20:00 á Rás 2.
Lið Framhaldsskólans á Laugum skipa þau, Bjargey Ingólfsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Ólafur Ingi Kárason
Í morgun æfðu keppendur Framhaldsskólans á Laugum sig gegn hluta af Útsvarsliði Þingeyjarsveitar og töpuðu naumlega fyrir Útsvarsliðinu.