Fjörug og falleg

0
84

Í kvöld kl. 20:00 var haldin fjörug og falleg Gospelmessa, í því hljómmikla Guðshúsi, Þorgeirskirkju. Það voru nokkrir félagar úr Gospelkór Akureyrar sem sáu um sönginn undir styrkri stjórn Heimis B. Ingimarssonar, sem auk þess að syngja einsöng, spilaði hann bæði á gítar og flygil kirkjunnar. Séra Bolli Pétur Bollason predikaði og þjónaði fyrir altari. Gospeltónlist er mikill gleðigjafi, hressir, kætir og bætir.

mikið stuð
mikið stuð
Oh Happy Day !
Oh Happy Day !
kirkjugestir fengu að standa, klappa og dilla sér
kirkjugestir fengu að standa, klappa og dilla sér