Fjör á vorhátíð Barnaborgar

0
171

 

 

Leikskolinn_Bjarnaborg3

Í gær, fimmtudaginn 28. maí var leikskólinn Barnaborg með vorhátíð í
Ýdölum.

Þangað komu foreldrar, ömmur og afar, systkini og fleiri aðstandendur og heppnaðist hátíðin afar vel í alla staði og börnin stóðu sig mjög vel.

 

Leikskolinn_Bjarnaborg2

 

Guðni Bragason er búinn að vera með tónlistarkennsluna í vetur og var hann
búinn að kynna fyrir þeim tónverkið Karnival dýranna. Börnunum var skipt í
hlutverk, en það voru ljón, hænur, skjaldbökur, fiskar, fílar, beinagrinur
og svanir.

Börnin komu fram á sviðið dansandi í sínum dýrahlutverkum í takt
við tónlistina og Guðni var sögumaðurinn.

 

Leikskolinn_Bjarnaborg5

 

Leikskolinn_Bjarnaborg1

 

Börnin bjuggu til og máluðu bókstafina  til að mynda orðin KARNIVAL
DÝRANNA.

 

Leikskolinn_Bjarnaborg4

 

Síðan sungu börnin nokkur skemmtileg lög undir stjórn Guðna.

Listaverk barnanna prýddu veggina og svo var boðið upp á kaffi, djús og
léttar veitingar.

Þau börn sem eru að ljúka leikskólagöngu sinni nú í vor eru 9 og fengu þau
kveðjuskjöl og geisladisk með myndum sem hafa verið teknar af þeim í
leikskólanum.

 

Leikskolinn_Bjarnaborg6

 

Að lokum afhentu fulltrúar foreldrafélags Barnaborgar Hörpu Þ.
Hólmgrímsdóttur fráfarandi leikskólastjóra gjöf og þökkuðu henni fyrir vel
unnin störf í þágu barnanna þeirra.