Fjölmenni á sumardaginn fyrsta á Laugum

0
195

Í dag sumardaginn fyrsta, var opið hús í íþróttahúsinu á Laugum þar sem Framhaldsskólinn á Laugum sýndi ýmsar hliðar skólastarfsins og boðið var upp á kynnisferðir um húsnæði og heimavistir skólans. Kaffihúsastemning með tónlist í boði nemenda var í íþróttahúsinu og var gestum, sem voru fjölmargir, boðið upp á kaffi og meðlæti sér að kostnaðarlausu.

IMG_6144HSÞ, Búnaðarsamband S-Þingeyinga og Seigla kynntu starfsemi sína, sem og Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, Hjálparsveitirnar og Rauði krossinn, sem komu með ýmis tæki til sýnis innan sem utandyra. Einnig var opið í gamla Húsmæðraskólanum hjá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga. Yngsta kynslóðin gat svo brugðið sér á hestbak.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag. Sjá má fleiri myndir á facebooksíðu 641.is

 

Hjartahnoðs-dúkkur
Hjartahnoðs-dúkkur
Björgunar og slökkviliðsbílar
Björgunar og slökkviliðsbílar