Fjölmenni á styrktartónleikum í Reykjahlíðarkirkju

0
148

Mývetningar fjölmenntu á Jólatónleika, styrktatónleika í Reykjahlíðarkirkju á Þorláksmessukvöld.  Tónleikarnir voru haldnir til að styrkja fjölskyldu í næstu sveit, Reykjadal, en fjölskyldan þurfti að flytja til Reykjavíkur vegna veikina lítils drengs, Jóns Andra, sem þar þarf að dvelja til krabbameinsmeðferðar. Á samkomunni í gærkvöld komu fram fjölmargir tónlistarflytjendur allt heimafólk í Mývatnssveit sem flutti fjölbreytta tónlist við mjög góðar undirtektir. Jólastemmning var yfir kvöldinu og veðrið hið fegursta,hægviðir og mikill nýfallinn snjór yfir öllu.

Söfnunarreikningur fyrir þá sem vilja styrkja Andra litla er:Kt.:170807-2430 Banki: 0565-14-403582

Birkir Fanndal tók meðfylgjandi mydir.

Kirkjukór Mývatnsþinga.
Kirkjukór Mývatnsþinga.
 Trío Helga James
Trío Helga James.
Frændur frá Vogum
Frændur frá Vogum.
Hildur og Sölvi.
Hildur og Sölvi.