Fjárréttir í Þingeyjarsýslu

0
309

641.is birtir hér með lista yfir fjárréttir í Þingeyjarsýslu byggðan á lista sem Bændablaðið birti í síðasta tölublaði. Inn á þann lista vantaði Húsavíkurrétt en hún verður laugardaginn 12. september kl. 15:00 og þá fer jafnframt fram vígsla á réttinni.

Húsavíkurrétt í smíðum. Mynd 640.is
Húsavíkurrétt í smíðum. Mynd 640.is

 

Nú er þegar búið að rétta í Víðikersrétt í Bárðardal en í öðrum réttum verður réttað samkvæmt meðfylgjandi lista:

 

 

 

 

 

Álandstungurétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 19. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S-Þing. sunnudaginn 6. sept.
Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 12. sept.
Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd,S-Þing laugardaginn 12. sept. um kl. 13.00
Fjallalækjarselsrétt sunnudaginn 6. sept.
Garðsrétt í Þistilfirði sunnudaginn 6. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S-Þing.laugardaginn 12.sept. um kl. 15.00 og sunnudaginn 20. sept.
Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 12. sept.
Hallgilsstaðarétt á Langanesi föstudaginn 18. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S-Þing sunnudaginn 6. sept. kl. 10.00
Húsavíkurrétt laugardaginn 12. september kl. 15:00. Þá fer jafnframt fram vígsla á réttinni.
Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. sunnudaginn 13. sept.kl. 10.00
Hvammsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 12. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S-Þing. sunnudaginn 6. sept. kl. 9.00
Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. sunnudaginn 13. sept.um kl. 9.00
Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing sunnudaginn 20. sept. um kl. 9.00
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S-Þing. sunnudaginn 13. sept. kl. 9.00
Mánárrétt á Tjörnesi sunnudaginn 13 sept .
Miðfjarðarnesrétt á Langanesi mánudaginn 14. sept.
Miðfjarðarrétt miðvikudaginn 9. sept.
Mýrarrétt í Bárðardal, S-Þing. laugardaginn 5. sept. kl. 8.00
Ósrétt á Langanesi föstudaginn 18. sept.
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N-Þing. mánudaginn 14. sept.
Skógarrétt í Reykjahverfi, S-Þing. laugardaginn 12. sept. kl. 14.00
Svalbarðsrétt sunnudaginn 13. sept.
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, N-Þing.sunnudaginn 13. sept.kl. 10.00
Tungugerðisrétt á Tjörnesi sunnudaginn 13. sept.
Tungurétt í Öxarfirði, N-Þing. laugardaginn 12. sept.
Tunguselsrétt á Langanesi mánudaginn 14. sept.
Víðikersrétt í Bárðardal, S-Þing. sunnudaginn 30. ágúst kl. 17.00 (Rétt búin)
Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi,S-Þing.laugardaginn 12. sept. kl. 17.30
Þorvaldsstaðarétt, Langanesbyggð miðvikudaginn 16. sept.

(Byggt á lista úr Bændablaðinu)