Fjarhagslegur styrkur Þingeyjarsveitar batnar – Norðurþing nálægt botninum

0
121

Tímaritið Vísbending hefur birt ítarlega úttekt á fjárhagslegum styrk 36 stærstu sveitarfélaga landsins sem byggður er á útreikningum upp úr ársreikningum sveitarfélaga, sem Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman. Samkvæmt úttektinni er Þingeyjarsveit í 17. sæti með einkunnina 6,1 og hefur staða Þingeyjarsveitar á listanum batnað umtalsvert frá árinu í fyrra þegar sveitarfélagið var í 24. sæti með einkunnina 4,9. Árið 2013 var Þingeyjarsveit í 27. sæti með einkunnina 3,9.

Vísbending tafla

Staða Norðurþings samkvæmt úttektinni er nokkuð verri, en Norðurþing er í 35. sæti á listanum með einkunnina 3,4 og hefur Norðurþing verið neðarlega á listanum síðustu 3 ár. Aðeins Hafnafjörður stendur verr en Norðurþing samkvæmt úttekt Vísbendingar í ár af þessum 36 sveitarfélögum.

Seltjarnarnes trónir á toppnum með einkunnina 9,0. Garðarbær er í öðru sæti með 8,1 í einkunn og Grindavíkurbær í því þriðja með 8,0 í einkunn.

Skuldir og tekjur

Norðurþing er í 5. sæti á lista yfir þau sveitarfélög sem skulda mest á hvern íbúa, en samkvæmt úttektinni samsvarar það rúmlega 1,8 milljón í skuld á mann. Þingeyjarsveit sem er í 29. sæti á listanum, skuldar mun minna á hvern íbúa eða sem samsvarar 448 þúsund krónum. Reykjanesbær er á toppnum á þessum lista en samkvæmt honum skuldar Reykjanesbær 2,5 milljónir á hvern íbúa.

Skuldir og tekjur á mann
Skuldir og tekjur á mann

Heimild: Vísbending. 26. október 2015