Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar

Áætluð rekstrarniðurstaða A og B-hluta jákvæð

0
116

Á 206. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær, var fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2017-2020 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni ásamt skrifstofustjóra  sem mætti til fundarins undir þessum lið.

Í fjárhagsáætlun 2017 eru áætlaðar skatttekjur 791,6 m.kr. en heildartekjur 1.023,4 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 19,2 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um 10,2 m.kr. Veltufé frá rekstri er 62,4 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestingar er 74,2 m.kr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu að fjárhæð 75 m.kr.

Í áætlun fyrir árin 2018, 2019 og 2020 er gert ráð fyrir  jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin.

Hvað varðar helstu fjárfestingar og framkvæmdir þá er áætlað að ljúka framkvæmdum í vatnsveitu á Laugum og við gámavöll á Stórutjörnum. Frekari framkvæmdum við Goðafoss eru á áætlun og lagning ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengir hf. Einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir við lóð leikskólans Krílabæjar.

Framlögð fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2017-2020 samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúum A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.  

Gjaldskrár fyrir árið 2017 voru einnig lagðar fram og voru þær samþykktar samhljóða, með eftirfarandi breytingum milli ára:

Sundlaugin á Laugum – óbreytt
Heimaþjónusta – óbreytt (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)
Flateyjarhöfn á Skjálfanda – óbreytt
Mötuneyti Þingeyjarskóla – óbreytt
Mötuneyti Stórutjarnaskóla – óbreytt
Hundahald – óbreytt
Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveita – óbreytt  (tekur breytingum á fasteignamati)
Vatnsgjald – hækkun 5%
Aukavatnsgjald – hækkun 5%
Brunavarnir – óbreytt  (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)
Leikskólar – hækkun  2,5%
Tónlistarskólar – hækkun  2,5%
Dagforeldrar – hækkun  2,5%
Hreinsun, tæming og losun rotþróa – hækkun  5%
Félagsheimili – hækkun  5%
Seigla – miðstöð sköpunar – hækkun  5%
Hitaveita – hækkun  10%
Sorphirða – hækkun  15%

Sjá fundargerð hér