Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2016 – Gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu

0
69

Á 182. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var sl. fimmtudag var fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2015 og árin 2016-2019 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna.

Þingeyjarsveit stærra

Í fjárhagsáætlun 2016 eru áætlaðar heildartekjur 954,7 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 40,7 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu, A og B hluta er jákvæð um 31,5 m.kr. og veltufé frá rekstri er 74,9 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestinga í A og B hluta er 63 m.kr. Handbært fé í árslok er áætlað 10,1 m.kr. Tekið verður nýtt lán á árinu 2016 að fjárhæð 100 m.kr.

Í þriggja ára áætluninni, fyrir árin 2017-2019 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og A og B hluta öll árin.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun fyrir árið 2017-2019 með fimm atkvæðum A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.

Sveitarstjórn samþykkti á fundinum að fasteignaskattur fyrir árið 2016 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,65% í C flokki. Sveitarstjórn samþykkti einnig að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016 verði óbreytt eða 14,52%.

Sjá fundargerðina hér.