Fjárfundur

0
88

Sl. sunnudag 25. nóvember fór Knútur Þórhallsson ásamt fleirum að huga að kindum á Skarðsdal og Gönguskarði vestan Bleiksmýrardals. Þar var mikill snjór og jarðlaust eftir mikla úrkomu í haust.  Við komum hins vegar auga á fimm kindur austan Fnjóskár.

Þórhallur Kári með lambhrút í fanginu á sleðanum.
Mynd: Knútur Þórhallsson

 

Á mánudaginn voru kindurnar sóttar og eru þær allar úr Fjósatungu. Það voru þeir bræður á Kambsstöðum sem fóru þessa ferð, Haukur og Knútur ásamt ungviði, þeim Bjarna og Þórhalli.

Kindurnar voru ágætlega sprækar en magrar, enda ekki við öðru að búast eftir þau veður sem búin eru að vera.  Þeir félagar tóku þær á sleðana og fóru með þær til byggða.