Fjallalambsdeildin í blaki

0
95
Fjallalambsdeildin í blaki fór af stað í annað sinn núna í október þegar sigurvegarar síðasta tímabils, Rimar frá Dalvík, stóðu fyrir 1. umferð vetrarins. Önnur umferð deildarinnar fór svo fram um helgina á Akureyri.
Mynd: Úr viðureign Snartar (frá Kópaskeri) og Hrynunnar (frá Siglufirði) frá því á Dalvík í október.
KA-menn frá Akureyri hafa staðið uppi sem sigurvegarar í báðum umferðunum hingað til og hafa nokkuð góða forystu í deildinni. Þar næst á eftir koma svo Völsungur og Rimar.
Það eru 5 lið í deildinni en leiknar verða 6 umferðir í vetur og verður lokaumferðin leiki í íþróttahúsinu á Laugum um miðjan mars.
Hægt er að fylgjast með fréttum og stöðu mála á heimasíðu deildarinnar, fjallalambsdeildin.is