Fjallakvöld í Þorgeirskirkju

0
261

Fimmtudagskvöldið 23. mars kl. 20.00 ætlar Hermann Gunnar Jónsson frá Hvarfi í Bárðardal að segja frá fjallamennsku og fjallaáhuga sínum í máli og myndum í Þorgeirskirkju. Hvernig upplifir hann fjöllin, eftir hverju er hann að sækjast og hvað ber að varast?

Hermann hefur mikið gengið um vesturhluta Gjögraskaga og síðastliðið vor kom út bókin Fjöllin í Grýtubakkahreppi þar sem hann gerir því svæði skil. Nú er hugur hans meðal annars á austurhluta skagans.

Kirkjukórinn ætlar að syngja fáein lög um fjöll og heiðar og óbyggðir undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur.  Kaffi og Nóakonfekt í safnaðarstofu.

Verið öll hjartanlega velkomin!