Fiskeldið í Haukamýri og OH skrifa undir vatnssölusamning

0
266

Í dag skrifuðu Fannar Þorvaldsson framkvæmdastjóri Fiskeldisins í Haukamýri og Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur undir nýjan vatnssölu- og nýtingarsamning á heitu og köldu vatni fyrir fiskeldisstarfsemi félagsins í Haukamýri.

Gunnlaugur og Fannar við undirskrift
Gunnlaugur og Fannar við undirskrift
Fannar fagnaði undirskriftinni og sagði áform um frekari uppbygginu og fjölgun starfa hjá fiskeldinu. Gunnlaugur tók undir orð Fannars og sagði Orkuveituna mjög ánægða með að endurnýja viðskiptasamning við traustan og öflugan viðskiptavin sem hyggur á frekari vöxt. Fréttatilkynning.