Firmakeppni Þjálfa

0
106

Firma keppni (ATH: ekki hefðbundinn tími !)
Hin árlega Firmakeppni Hestamannafélagsins Þjálfa verður haldin á Einarsstöðum Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20:00 stundvíslega.

Keppt verður í barna, unglinga, karla og kvennaflokki. Verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin í hverjum flokki. Skráning er á staðnum og ekkert skráningargjald.

Fyrirhugað er reiðnámskeið fyrir börn og unglinga 21. 22. og 23. ágúst kl. 16:00 – 18:00 alla dagana og gætu áhugasamir þá endað á firmakeppni.
Kennari verður Camilla Höj, reiðkennari frá Hólum. Verð kr. 5.000 og skráning á stadarholl@simnet.is Sjáumst hress á Einarstöðum. Stjórnin.