Firmakeppni Þjálfa – úrslit

0
145

Firmakeppni Þjálfa fór fram sl. fimmtudagskvöld í fínasta veðri, þó heldur hafi verið orðið skuggsýnt í lokin en allt hafðist þetta þó af.

Telma Dögg Tómasdóttir, ásamt Kristjáni Snæbjörnssyni, með farandbirkarinn sem Norðurpóllinn gaf.

Mikil og góð þátttaka var og þá sérstaklega í barnaflokki en þar tóku alls 15 upprennandi stórknapar þátt, og einnig voru 9 konur skráðar í kvennaflokk, en það hefur ekki verið keppt í sér kvennaflokk í mörg ár og gaman að sjá þær spreyta sig líka. 
Forráðamenn Hestamannafélagsins Þjálfa þakka þeim sem stóðu að mótinu og keppendunum fyrir þátttökuna. 
Úrstlitin voru eftirfarandi: 
 
Barnaflokkur Firmabikar- Norðurpóll
   1. Telma Dögg Tómasdóttir-Sirkus frá Torfunesi 
   2. Dagný Anna Ragnarsdóttir- Gyllingur frá Torfunesi 
   3. Sigurjóna Kristjánsdóttir- Órion frá Hellulandi 
   4. Sigrún Högna Tómasdóttir- Greifi frá Hóli 
   5. Erla Ingileif Harðardóttir- Glói frá Eyhildarholti
 
Ungmennaflokkur. Firmabikar- Erlingur og Diljá Sandhaugum
   1. Karen Hrönn Vatnsdal- Mist frá Torfunesi 
   2. Birna Hólmgeirsdóttir- Ágúst frá Sámsstöðum 
   3. Sigríður Atladóttir – Lúkas frá Stóra-Hofi 
  Kvennaflokkur  Firmabikar- Breiðumýrarbúið
   1. Enrice Ernst- Prinsessa frá Garði 
   2. Hanna Rún Jóhannesdóttir- Hátíð frá Syðra-fjalli 
   3. Unnur Björk Gunnlaugsdóttir- Klettur frá Hamrafossi 
   4. Hjördís Sverrisdóttir- Yrsa frá Jaðri 
   5. Rannveig Ólafsdóttir- Sonur frá Heiðarbrún
 Karlaflokkur Firmabikar- Mývatnsstofa ehf.
   1. Tryggvi Höskuldsson – Flugar frá Króksstöðum 
   2. Marino Aðalsteinsson – Seifur frá Syðra-fjalli 
   3. Benedikt Arnbjörnsson – Vökull frá Bergsstöðum 
   4. Þórarinn Illugason – Gletta frá Torfunesi 
   5. Snorri Kristjánsson – Frár frá Fossatúni

Myndir: Birna Hólmgrímsdóttir.