Fimm fyrirtæki í Skútustaðahreppi á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

0
170

Samkvæmt úttekt Creditinfo eru fimm fyrirtæki í Skútustaðahreppi sem teljast til fyrirmyndarfyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru: Baðfélag Mývatnssveitar hf, Vogabú ehf, Jarðböðin ehf, Jón Ingi Hinriksson ehf og Mýflug hf. Kísiliðjan og Dimmuborgir ehf eru reyndar á listanum líka en þau fyrirtæki eru ekki skráð í Skútustaðahreppi. Miðað við höfðatölu er hlutfall framúrskarandi fyrirtækja líklega hvergi hærra á landinu en í Skútustaðahreppi.

framurskarandi fyritæki 2015

Fram kemur á vef Creditinfo að í ár voru það 682 fyrirtæki af 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera framúrskarandi fyrirtæki 2015. Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að vera með m.a 0,5% líkur á vanskilum, jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð og eiga eignir yfir 80 milljónir.

Ekkert fyrirtæki í Þingeyjarsveit uppfyllir þessi skilyrði, en fimm fyrirtæki á Húsavík gera það og tvö á Grenivík.

Hér má skoða listann yfir þessi 682 fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar.