Fersk og öflug stjórn hjá Framsókn

0
385

Á aðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga sem haldinn var á Húsavík í gærkvöld var kjörin ný stjórn í félaginu. Konur eru þar í meirihluta en stjórnina skipa þau Aðalgeir Bjarnason, Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, Bylgja Steingrímsdóttir, Brynja Rún Benediktsdóttir & Katý Bjarnadóttir.

Sömuleiðis var nokkuð um inngöngu nýrra félaga í félagið. Starfsemi félagsins er býsna öflug en þetta eru einu stjórnmálasamtökin sem halda úti skipulögðum fundum með reglulegum hætti þar sem grasrótin kemur saman og ræðir málefni líðandi stundar.

Á þann vettvang eru allir velkomnir, alltaf eins og segir í fréttatilkynningu.