Fengu lánaða hitamyndavél í bílinn

0
199

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík hefur fengið hitamyndavél til notkunar við leit að fé í fönn og munu félagar hennar beita henni við störf sín á morgun.

Hér sést skjárinn og dökku punktarnir eru hestar á beit við Traðargerði. Það verður fróðlegt að sjá hvort hitamyndavélin mun gagnast við leit að fé sem grafið er í fönn en Guðbergur sagði að enn væri fé að finnast lifandi í snjónum.
Mynd: Haþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

“Okkur datt þetta í hug þar sem við vorum að leita að fé upp á Þeistareykjum og ég hafði samband við fyrirtækið Ísmar í Reykjavík til að athuga hvort þeir teldu gagn af svona tæki. Þeir brugðust strax við með því að lána okkur hitamyndavél sem sett var í annan bíl sveitarinnar og nú ætlum við að prófa hvort þetta virkar eitthvað á morgun”. Sagði Guðbergur Ægisson formaður Garðars í samtali við 640.is. Hann bætti við að hitamyndavélin næmi einungis yfirborðið og kæmi því ekki að gagni þar sem féð lægi djúpt undir fönn.