Félagsmálanámskeið: “Sýndu hvað í þér býr”

0
74

Héraðssamband Þingeyinga, kvenfélagasamböndin og búnaðarsamböndin í Þingeyingarsýslum hafa tekið saman höndum og fengið Sabínu S. Halldórsdóttur í Leiðtogaskóla UMFÍ til þess að koma norður yfir heiðar og halda félagsmálanámskeiðið „SÝNDU HVAÐ Í ÞÉR BÝR”.

HSÞ
HSÞ

Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku og ýmislegt sem við kemur fundasköpum, m.a. fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.
Námskeiðið er ókeypis !

Þriðjudaginn 26. febrúar verður fyrra námskeiðið haldið í Framsýnarsalnum á Húsavík – og verður það haldið tvisvar sinnum sama dag.

Þannig að fólk getur valið sér tímasetningu sem hentar:
kl. 13:00 – 17:00 EÐA kl. 18:00 – 22:00

Skráning fer fram hjá Elínu, framkvæmdastjóra HSÞ, á netfangið; hsth@hsth.is fyrir mánudaginn 25. febrúar. Vinsamlegast takið fram nafn, félag og hvaða tíma dags áætlað er að koma.

Annað námskeið verður svo haldið síðar í Norður Þingeyjarsýslu – dagsetning, tími og staðsetning auglýst síðar.