Fé sleppt í Fjörður

0
180

Um helgina ráku þau Þórarinn Ingi Pétursson og Hólmfríður Björnsdóttir bændur á Grýtubakka í Höfðahverfi fé sitt í afrétt. Afrétt Höfðhverfinga er Fjörður, þekkt snjóakista, en líka þekkt fyrir afbragðs sumarbeit. Aðstæður núna eru þó all sérstakar því gríðarlegur snjór en enn á Leirdalsheiði og í fjöllunum, en alautt er niður í Fjörðum og mjög vel gróið enda var nánast enginn snjór þar í vetur, m.a. í Hvalvatnsfirði.

Grýtubakkaféð rekið yfir snjóinn. Mynd: Hólmfríður Björnsdóttir
Grýtubakkaféð rekið yfir snjóinn. Mynd: Hólmfríður Björnsdóttir

Svo mikll var snjórinn að troða þurfti slóð með jeppa svo að hægt væri að reka féð sína leið. Féð var rekið á snjó um 15 kílómetra leið þar til komið var niður á auða jörð nálægt Illagili. Grýtubakkabændur slepptu núna um 400 lambám, en eiga annað eins eftir heima sem verður rekið í Fjörður um næstu helgi.

Jeppi notaður til að búa til slóð fyrir féð. Mynd: Hólmfríður Björnsdóttir.
Jeppi notaður til að búa til slóð fyrir féð. Mynd: Hólmfríður Björnsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sögn Þórarins hefur hann ekki séð svona mikinn snjó áður á þessum tíma og samkvæmt þeim sem þekkja vel til hefur ekki verið svona mikill snjór á svæðinu síðan 1974. Þórarinn telur að varla verði orðið bílfært í fjörður fyrr en eftir mánuð, vegna gríðarlegs snjómagns sem þurfi sinn tíma til að bráðna.

Hólmfríður Björnsdóttir tók meðfylgjandi myndir.

 

Nægur snjór er á Leirdalsheiðinni.
Nægur snjór.