Fé heimtist úr Þorgeirsfirði

0
91

Félagar úr Björgunarsveitinni Ægi frá Greinvík fundu þrjá kindur á lífi í Þorgeirsfirði í dag, en þeir voru við æfingar í firðinum í dag. Kindurnar voru frá bænum Grýtubakka í Höfðahverfi og í eigu Þórarins Inga Péturssonar bónda og formann Landssambands sauðfjárbænda. Þeim var komið fyrir á sleðunum og þeim svo ekið heim í Grýtubakka. Að sögn Þórarins voru þær ótrúlega vel á sig komnar eftir að hafa gengið úti í Þorgeirsfirði í vetur.

Féð komið í hús á Grýtubakka. Símamynd: Þórarinn Ingi Pétursson
Féð komið í hús á Grýtubakka. Símamynd: Þórarinn Ingi Pétursson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nær snjólaust hefur verið nyrst í Þorgeirsfirði í allan vetur og er það vafalaust ástæða þess að féð var svona vel á sig komið. Að sögn Þórarins var marg búið að leita að fé á þessu svæði, bæði í haust og einnig eftir áramót, en þessar hafa greinilega farið fram hjá leitarmönnum. Síðustu vikurnar hefur umferð sleðamanna verið mikil á svæðinu, en þó ekki alveg niður við sjó, enda snjólaust þar.

Til marks um gott ástand á fénu er að heilmikil hornahlaup eru á báðum lömbunum og þó sérstaklega á hrútnum. Þórarinn taldi líklegt að bæði gimbrin og ærin væru með lömbum, enda gat enginn haft afskipti af þeim á fengitímanum í vetur.