Fé bjargað úr fönn í Reykjadal

0
177

Hjálparsveit Skáta í Reykjadal gróf fé úr fönn í Stafni í Reykjadal í dag. Hjálparsveitin gróf upp eitthvað á annan tug kinda og voru þær allar lifandi fyrir utan eitt lamb.  Allt fé er nú komið á hús í Stafni.

Hjálparsveitni fékk líka beiðni í dag um að athuga ástand Kröflulínu og við nánari athugun kom í ljós að 5 stæður voru brotnar í línunni þar sem hún liggur við Víðar í Reykjadal. Ekki er vitað hvenær gert verður við hana.

Guðmundur Helgi Bjarnason með lamb sem hann gróf upp úr fönn.
Mynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Kröflulína við Víðar. Staurarni mölbrotnir.
Mynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson