FC Laugar vann 4-2 sigur á Geisla í æfingaleik

0
353

Um sl. helgi fór fram knattspyrnuleikur á milli Geisla í Aðaldal og FC Laugar, sem er lið skipað nemendum úr Framhaldsskólanum á Laugum og fór leikurinn fram í Boganum á Akureyri. FC Laugar vann leikinn 4-2.

Leikmenn FC-Laugar

Geislamenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Hrannar Guðmundsson. FC Laugar jöfnuðu leikinn rétt fyrir hálfleik með sjálfsmarki Geislamanna. Freyþór Hrafn Harðarson kom FC Laugum í 2-1 með marki úr vítaspyrnu, snemma í síðari hálfleik, en Geislamenn jöfnuðu í 2-2 með marki frá Bjarka Sigurðssyni.

Stefán Valþórsson kom FC Laugum síðan í 3-2 með glæsilegu skoti langt utan af velli og svo gulltryggði Óliver Jóhannsson sigurinn þegar hann skoraði eftir mikla baráttu í teignum. Loka staða 4-2. Maður leiksins var Sævar Freyr Freysteinsson.