Fatasöfnun gekk mjög vel

0
106

Eins og áður hefur verið sagt frá ákvað Umhverfis og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla að aðstoða skákfélagið Hrókinn við að safna fötum handa börnum í þorpinu Ittoqqortoormiit, sem er eitt af afkekktustu þorpum Grænlands. Sendur var út miði á heimili allra nemenda í Stórutjarnaskóla þar sem óskað var eftir góðum fötum og eða skóm, ef það væri til heima og heimilisfólk tilbúið að sjá af. Það var ekki að sökum að spyrja, nemendur og fjölskyldur voru dugleg að koma með poka að heiman, með góðum og fallegum fötum og skóm, var þetta gefið af miklum hlýhug og gleði. Í dag fóru svo nemendur í 6. til 10. bekk að pakka fötunum og skónum í kassa og undirbúa til fluttnings. Það eru Landfluttningar sem flyja fatakassana suður endurgjaldslaust fyrir Hrókinn. Umhvefis og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu söfnunni lið og fyrir góð viðbrögð.

Það er gott nú í vetrarbyrjun að hugsa til þess að börn sem eiga minna af fötum en við, geta fljótlega nýtt þessa góðu gjöf frá nemendum og fjölskyldum þeirra.

pappakassar endurnýttir, Arney, Dagbjört og eygló.
pappakassar endurnýttir, Arney, Dagbjört og Eygló.

 

 

 

 

 

 

 

Áný, Unnur J, Hannes, Unnur O, Heiðrún og Arnar.
Allir keppast við. Unnur O, Unnur J, Hannes, Árný, Heiðrún og Arnar.

 

 

 

 

 

 

flokkað og pakkað. Unnur O, Heiðrún, UnnuJ, Arnar, Pétur og Aron.
flokkað og pakkað. Árný, Marit, Unnur J, Arnar, Pétur, Aron og Snorri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín á bak við Kötlu og Guðný. æji sætir litlir sokkar, sögðu þær.
Elín og Snorri fjær, Katla og Guðný nær. sætir litlir sokkar, sögðu þær.

 

 

 

 

 

 

öllu pakkað og tilbúið til fluttnings til Grænlands.
öllu pakkað og tilbúið fyrir fluttning til Grænlands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

fatakassarnir bornir út.
fatakassarnir bornir út.

 

 

 

 

 

 

síðasti kassinn á bílinn, þá er góðu verki lokið.
síðasti kassinn á bílinn, þá er góðu verki lokið.