Fast 8 – Reynsluakstur á Mývatni og bílauppboð í dag

0
342

Í dag verður áhugasömum boðið að reynsluaka nokkrum bílum og einum skriðdreka sem notaðir hafa verið við tökur á kvikmyndinni Fast 8 á ísnum á Mývatni undanfarnar vikur. Einnig verður hægt að kaupa nokkra bíla með verulegum afslætti sem skemmst hafa við tökurnar á myndinni og framleiðendur hennar vilja ekki flytja aftur til Bandaríkjanna.

Fast 8 bíll 2
Dodge Charger
Skriðdreki
Skriðdreki
Rally Fighter
Rally Fighter
Lamborghini
Lamborghini
Herjeppar.
Herjeppar.
Lada Sport
Lada Sport

 

 

 

 

 

 

 

Þeir bílar sem áhugasamir geta fengið að reynsluaka eru Lamborghini, Dodge Charger, Rally Fighter, vopnaður skriðdreki, Herjeppi (sem lítur út fyrir að vera blanda af Hummer og Landrover) og svo auðvitað Lada Sport. Þar sem bílarnir eru ekki á númerum fer reynsluaksturinn fram á ísnum á Mývatni. Sjá myndirnar hér að ofan.

Bílauppboð

Nokkrir bílar hafa skemmst við tökurnar og verða þeir seldir hæstbjóðendum á sérstöku uppboði fyrir framan hótel Gíg. Þar verða seldir ma. tvær Lödur, fjórir herjeppar, einn Rally Fighter bíll og Lamgorghini bifreiðin sem lenti ofan í Mývatn við tökurnar. Einnig verður boðinn upp einn af skriðdrekunum sem voru notaðir, en hann verður seldur á byssunar. Bílarnir eru í misjöfnu ásigkomulagi, en flestir eru þeir þó ökufærir og ætti ekki að vera mikið mál fyrir laghenta að gera við þá.

Talið er líklegt að mikil ásókn verði í skriðdrekann þar sem notagildi hans er ótvírætt, þar sem hann kemst næstum allt og hentar því vel fyrir td. björgunarsveitir eða bændur.

Reynsluaksturinn og bílauppboðið hefst kl 12:00 og ættu bílaáhaugamenn ekki að láta þetta einstaka tækifæri framhjá sér fara.