Fast 8 – Myndband frá tökunum

0
187

Skothvellir og vélargnýr berast þessa daganna frá Mývatni en tökur á Fast 8 standa yfir á ísnum við Álftagerði. Tökustaðurinn er rétt við veginn og því frekar auðvelt að ná þokkalegum myndum af athafnasvæðinu í landi og út á ísnum, eins og meðfylgjandi myndir sem 641.is fékk í dag, sýna.

Mörg ökutæki á ísnum. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson
Mörg ökutæki á ísnum. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson

Á rúv.is kemur fram að framleiðslukostnaður myndarinnar hér á landi sé um 2,6 milljarðar króna og miðað við umfangið á svæðinu er það trúleg tala.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum 641.is mun einungis um 5 mín af efni sem tekið verður upp á ísnum á Mývatni verða í endanlegri útgáfu myndarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum og myndband sem var tekið 15. mars sl.

 

Í myndbandinu sem var birt á youtube fyrir nokkrum dögum var verði að taka upp eltingaleik með skothríð.

Þessi Landa sport hefur fengið fyrir ferðina: Mynd: Stefán B Aðalsteinsson
Þessi Landa sport hefur fengið fyrir ferðina: Mynd: Stefán B Aðalsteinsson.
Nokkrir herjeppar. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson
Nokkrir herjeppar. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson
Á herjeppanum til vinstri er búiða koma fyrir eldflaugum á þakið. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson
Á herjeppanum til vinstri er búið að koma fyrir eldflaugum á þakið. Mynd: Stefán B Aðalsteinsson