Fast 8 – Fast and the Furious tekin að hluta til í Mývatnssveit í mars

0
275

Vísir greindi frá því í dag að tökur á kvikmydinni Fast 8 sem er áttunda myndin í Fast and the Furious flokknum færu fram á Akranesi í apríl. Nútíminn.is greinir einnig frá því í dag að tökur á myndinni fari líka fram í Mývatnssveit og samkvæmt heimildum 641.is er búið að bóka næstum allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars vegna þessa. Séu þær heimildir réttar fara tökur fram á myndinni í Mývatnssveit á undan tökunum á Akranesi.

fast-and-furious-8

Á meðal leikara sem sem fara með hlutverk í myndinni eru harðhausarnir Jason Statham, Dwayne Johnson, Vin Diesel auk Michelle Rodriguez.

80 bílar auka tækja og annars búnaðar verða flutt til landsins í tengslum við tökur kvikmyndarinnar Fast 8 á Akranesi í vor. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Mjög erfitt hefur verið að fá upplýsingar um tökurnar en samkvæmt mjög ótraustum heimildum 641.is er líklegt að tekinn verði upp kappakstur á ís og ísinn svo sprengdur í loft upp.

Frumsýna á Fast 8 í apríl 2017.