Fast 8 – Engir leikarar koma, bara bílarnir

0
240

Eins og 641.is sagði frá í gær þá fara fram tökur kvikmyndinni Fast 8 sem er áttunda myndin í myndaflokknum Fast and the Furious sem notið hafa mikilla vinsælda, fram í Mývatnssveit í mars. Samkvæmt heimildum 641.is er von á aðstandendum myndarinnar á morgun í Mývatnssveit til að skoða aðstæður og taka út mögulega tökustaði.

fast-and-furious-8

 

Heimildir 641.is herma einnig að engin af aðalleikurum Fast 8 muni koma til landsins í tengslum við fyrirhugaðar tökur og áhættubílstjórar muni keyra bílanna í umræddum tökum. Tökur munu einnig fara fram á Akranesi í apríl en samkvæmt vefnum cinemablend.com er talið að myndin verði tekin í New York að öðru leiti.

 

 

Nútíminn.is og Skessuhorn.is greindu frá því í gær að um 80 bílar auka tækja og annars búnaðar verði flutt til landsins í tengslum við tökur og samkvæmt heimildum 641.is muna mörg eintök koma af sumum bílunum. Mun það vera gert svo að hægt sé að grípa til næsta bíls ef þeir skemmast við tökurnar, sem telja verður líklegt þegar fyrri myndir eru hafðar í huga.

Á meðal leikara sem sem fara með hlutverk í myndinni eru Jason Statham, Dwayne Johnson, Michelle Rodriguez og Vin Diesel, sem er einnig einn af framleiðendum.