Fréttatilkynning:
“Farðu í heimsókn Mikki” sagði Lilli klifurmús við Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi. Kirkjukórar Lundarbrekku-Háls-og Ljósavatnssókna ætla að bregðast við þessari sterku hvatningu Lilla og heimsækja Dalvíkursöfnuð og syngja við guðsþjónustu í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 3. mars kl. 13.30. Sóknarklerkur Laufássprestakalls þjónar með sr. Magnúsi Dalvíkurklerki, sem eitt sinn var jú prestur á Hálsi í Fnjóskadal, þannig að hann kannast við þingeyinga og þeir við hann. Allir eru hjartanlega velkomnir til guðsþjónustunnar ogalveg upplagt að fara í heimsókn, taka sér góðan sunnudagsbíltúr!!
Dalvíkurkirkja.
Myndin er frá Bolla Pétri Bollasyni.