Formaður Framsýnar stéttarfélags, Aðalsteinn Árni Baldursson og yfirmenn Jarðborana, gerðu sér ferð á Þeistareyki í gær eftir heimsókn þeirra til Húsavíkur í gærmorgun. Markmiðið var að heilsa upp á starfsmenn og kynna sér aðstæður en veðrið hefur verið mjög slæmt það sem af er vetri. Bormenn hafa því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu en starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum eru mikil hörkutól, ekki spurning.

Hermann Jónasson, sem er verkstjóri hjá Jarðborunum, gerði forsvarsmönnum fyrirtækisins grein fyrir gangi mála á svæðinu en verið er að bora holu nr. níu frá upphafi borana á Þeistareykjum. Verið er að bora síðustu holuna á Þeistareykjum í bili og er áætlað að verkinu ljúki fyrir jól.
“Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir iðnaðarmenn og verkamenn úr Þingeyjarsýslum voru við störf á Þeistareykjum í gær”, segir að lokum á vef Framsýnar-stéttarfélgs.

Mynd: af vef Framsýn.is

Mynd: af vef framsýn.is
Sjá fleiri myndir á vef Framsýnar