Fagrafell

0
278

Syðst í Kinnarfelli vestanverðu er risið hús, sem er eins og gömlu burstabæjirnir. Margir hafa verið að spyrjast fyrir um þetta hús, hverjir séu að byggja það og fleira, svo fréttaritari vestan Fljótsheiðar, lagði leið sína í heimsókn, knúði dyra og óskaði eftir viðtali, sem var góðfúslega veitt. Fréttaritari taldi vænlegast að hafa með sér ungling sem er ágætur í ensku, til að túlka, því annars hefði viðtalið líklega orðið skrautlegt í meira lagi.

Eigendurnir eru: Sabína og Franco. Sabína er frönsk, 64 ára býr í Angers í Frakklandi og er menntaður svæfingarlæknir. Franco er ítalskur einnig 64 ára, hann starfaði lengi á ítalíu sem slátrari, en eftir mikinn jarðskjálfta 1976 þar sem nánast allur bærinn sem hann bjó í hrundi, flutti hann til Frakklands og hefur starfað þar sem smiður. Sabína segir að samkvæmt venju ætti hún að vera hætt að vinna og komin á eftirlaun, en það er svo mikil þörf fyrir hana, því mikill skortur er á svæfingalæknum í Frakklandi.

Það er Sabína sem verður fyrir svörum bæði vegna þess að hún talar betri ensku en Franco og svo var hann úti að vinna, það þarf jú að nota þennan stutta tíma sem bjart er hér á Íslandi í skammdeginu.

Þegar Sabína er spurð hvers vegna þau hafi valið Ísland, segir hún að hún hafi komið hingað fyrir 25 árum síðan með íslenskum vinum til að fara á skíði og hún hafi heillast af íslenskri náttúru, snjónum, jöklunum, og öllu. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að hugmyndin kom til þeirra að kaupa hér land og byggja hús. Þau ætluðu að kaupa land á austurlandi en fundu ekkert sem þeim líkaði, þau fundu svo auglýsingu á netinu þar sem þetta land var auglýst, og fengu þá íslenska vini til að skoða fyrir sig, og þau sjá ekki eftir því, þau eru mjög ánægð með þetta.

En hvers vegna byggja þau hús sem líkist gamla íslenska burstabænum?

” við ókum framhjá svona húsi rétt utan við Reykjavík og heilluðust, fórum heim að húsinu, töluðu við eigendur þess og komust þannig í samband við byggingaverkfræðinginn Jón Kristjánsson, sem hannað húsið, sem heitir Fagrafell”.

Fagrafell. Torf er á þakinu, en eftir er að hlaða grjóti hliðarnar.
Fagrafell. Torf er á þakinu, eftir er að hlaða grjóti á hliðarnar. Þarna er búið að setja plast fyrir glugga til að verja þá.

 

 

 

 

 

 

það er fallegt útsýni frá Fagrafelli.
það er fallegt útsýni frá Fagrafelli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fagrafell á að verða gistihús, og vonast þau eftir að geta tekið til starfa næsta sumar. Franco hefur að mestu unnið sjálfur að þessari byggingu, með hjálp Sabínu og er því verki nú alveg að verða lokið.

Þau búa sem sagt í Frakklandi en koma nokkrar ferði á ári til Íslands, til að vinna í húsinu. Henni finnst skammdegið leiðinlegt, alltaf endalaus nótt. ” en bjarminn frá eldgosinu í Holuhrauni er svakalega flottur” segir Sabína.

Hver eru áhugamálin ?

Því var fljótt svarað ” útivist, skíði og ganga”.

Uppáhaldsmaturinn ?

Pasta, en svo íslenskt lambakjöt, og hún leggur áherslu á íslenskt.

Jólamaturinn ?

” Kalkúnn, jólin eru fjölskylduhátíð, þá hittist öll fjölskyldan, mamma, pabbi, systkyni, þeirra börn og barnabörn allir saman, það er ófrávíkjanleg hefð að borða saman kalkún og tala mikið, mjög mikið og það getur orðið hávaði” og svo hlær hún.

Mottó?

Halda alltaf áfram, alveg sama hvað verður.

Sabína vonast til að þegar vinnu þeirra við húsið ljúki, hafi þau meiri tíma til að kynnast nágrönnum sínum og öðrum sveitungum.

Sabína og Guðný túlkur, spjalla.
Sabína og Guðný túlkur, spjalla.

 

 

 

 

 

 

í eldhúsinu er hvít háglans IKEA innrétting, tveir vaskar og tvær eldunarhellur,
í eldhúsinu er hvít háglans IKEA innrétting, tveir vaskar og tvær eldunarhellur,

 

 

 

 

 

 

 

Það skal tekið fram að Sabína var að vinna þegar við komum, þess vegna er hún í málningargallanum.
Það skal tekið fram að Sabína var að vinna þegar við komum, þess vegna er hún í málningargallanum.