Eyðublað í Sparisjóði Suður-Þingeyinga vegna endurkröfu á WOW

0
197

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi vill Valitor taka það fram að meginreglan er sú að þeir sem greitt hafa með Visa eða MasterCard greiðslukorti, debet- eða kreditkorti, eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verður ekki innt af hendi.

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með WOW Air geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sparisjóð Suður-Þingeyinga í morgun.

Hægt er að fylla út sérstakt eyðublað hjá okkur í sparisjóðnum eða á vefsíðu Valitor með upplýsingum um flug og bókunarnúmer. Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.