Enn laust á tjaldsvæðum Þingeyjarsveitar

0
240

Spáð er góðu veðri á Norðausturhorni landsins nú um helgina. Öll tjaldstæði Norðurþings eru full og fólki vísað frá. Er því vert að benda á að Þingeyjarsveit hefur nokkur tjaldsvæði og er enn eitthvað laust. Mikið er þó hringt og óðum að fyllast.

Tjaldsvæðið á Laugum við Laugavöll er enn með eitthvað laust.

Tjaldvæði Lífsmótunar á Hjalla á Laugum hefur enn laust en uppselt er í rafmagn.

Tjaldsvæðið Systragil hefur enn eitthvað laust en mikið hefur verið spurt svo líklegt að fyllist.

Enn er eitthvað laust í Vaglaskógi en það er eins, mikið hringt og spurt.

Það er enn pláss á Kiðagili.

Beðist er velvirðingar ef eitthvert tjaldsvæði hefur gleymst. Má endilega láta vita ef svo er.

Ljósmynd: Kristinn Ingi Pétursson.