Enn heimtist fé

0
143

Daði Lange Friðriksson keyrði fram á tvo lambhrúta í Gæsadal við Gæsafjöll í dag. Daði skrapp í smá sleðatúr til að viðra sig eftir þorrablót í Aðaldal, með þessum líka fína árangri.

Birgir V Hauksson og hundurinn Skuggi, voru ánægðir með að heimta hrútinn. Mynd: Daði Lange Friðriksson
Birgir V Hauksson og hundurinn Skuggi, voru ánægðir með að heimta hrútinn. Mynd: Daði Lange Friðriksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annar hrúturinn er í eigu Björgvins bónda á  Kraunastöðum í Aðaldal en hinn er í eigu Birgirs V Haukssonar bónda á Hellu í Mývatnssveit. Ekki er langt síðan Birgir heimti tvo lambhrúta úr Hlíðarfjalli og sagt var frá því hér á 641.is . Má því segja að Birgir sé óvenju heppinn með heimtur þennan veturinn og Daði Lange fundvís á fé um hávetur.

Hrútarnir bundnir niður í skúffu á fjórhjóli. Mynd Daði Lange Friðriksson
Hrútarnir bundnir niður í skúffu á fjórhjóli. Mynd Daði Lange Friðriksson