Ekki hefðbundin skólasetning í Stórutjarnaskóla

0
411

Skv. heimasíðu Stórutjarnaskóla verður ekki af áður áætlaðri skólasetningu þann 24. ágúst. “Einungis nemendur eiga að mæta til skólastarfs þriðjudagsmorguninn 25. ágúst nk. kl 9:30.  Þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.  Foreldrum barna, sem ekki hafa áður verið í Stórutjarnaskóla er þó að sjálfsögðu velkomið að koma og fylgja börnum sínum fyrsta spölinn í nýjum skóla.  Það á bæði við um leikskóla og grunnskóla.”

Í Framhaldsskólanum á Laugum er skólasetning áætluð 30. ágúst. Í svari frá skólameistara segir:

“Einungis nýir nemendur í Laugaskóla og þeir sem voru hjá okkur í fyrravetur en eru að hefja nám á stúdentsbrautum eiga að mæta þá.

Fyrsta vikan verður einungis með þessum hópi nýrra nemenda. 6. september eiga aðrir nemendur að koma í skólann.”

Vonandi verður allt skólastarf farsælt og veirulaust.

 

Ljósmynd: Kristinn Ingi Pétursson