Endurnærandi kvöldgöngur

0
79

Undanfarin ár hefur Kvenfélag Ljósvetninga skipulagt kvöldgöngur á sumrin. Fyrsta ganga þessa sumars var þriðjudagskvöldið 24. júní, um Óshóla við austurenda Ljósavatns.

hress gönguhópur
hress gönguhópur

 

 

 

 

 

 

 

séð yfir Ljósavatn til vesturs
séð yfir Ljósavatn til vesturs

 

 

 

 

 

 

svo er gott að setjast niður fá sér vatn, hollustunammi og tala saman.
svo er gott að setjast niður fá sér vatn, hollustunammi og tala saman.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

það leynist margt í klettum og steinum, eins og þessi huldumær.
það leynist margt í klettum og steinum, eins og þessi huldumær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar kvöldgöngur eru fyrir alla, konur og kalla og börnin skoppa auðvitað með. Undanfarin ár hefur verið gengið víða um sveitina, s.s. út í Bjargarkrók, Aldey, á Bjarmavelli, Grettislág upp með Öxará að Þorgeirskirkju, að Sörlastöðum og margar leiðir í Ljósavatnsskarði. Búið er að skipuleggja göngur öll þriðjudagskvöld í júlí kl. 20:15 sem eru þessar:

1.júlí frá Skógum yfir bogabrú og í Vaglaskóg. 8. júlí frá Fremstafelli að Barnafossi. 15. júlí í Fossselsskógi. 22. júlí upp með Kambsárgili og 29. júlí frá Hriflu í Staðarfell. Áætluð er ferð í ágústbyrjun þar sem gengið verður uppá Krossöxl og komið niður í Sólvang, á þessari leið er fagurt útsýni og mikil víðátta, ferðin verður auglýst síðar. Allir eru kvattir til að reyna að nýta sér þessar hressandi kvöldgöngur.