Elvis-gospelguðsþjónusta

0
152

Í kvöld 10. mars á miðföstu, var sungin Gospel-messa eða Elvis-gospel-guðþjónusta í Þorgeirskirkju. Presthjónin í Laufási sr. Bolli Pétur Bollason sóknarprestur  og  sr. Sunna Dóra Möller þjónuðu og Sunna Dóra flutti predikunina og fjallaði um líf Jesús Krists annars vegar og um líf Elvis Arons Presley hins vegar.

séra Sunna Dóra Möller
séra Sunna Dóra Möller

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðsþjónustan hófst með því að Hjalti Jónsson „söngfugl“  flutti lagið ,,Love me tender,,  af mikilli innlifun og spilaði undir á gítar. Söngfélgaið Sálubót undir stjórn Jaan Alavere söng gospel lög og Jónas Reynir Helgason söng einsöng með kórnum í laginu ,,He is my everything,, .

Jónas Reynir Helgason, Sálubót og Jaan Alavere
Jónas Reynir Helgason, Sálubót og Jaan Alavere

 

 

 

 

 

 

 

Jaan lék á flygilinn og Pétur Ingólfsson lék á kontrabassa.  Allur tónlistarfluttningur var mjög fallegur,  bæði voru flutt róleg lög og fjörug, músikin kallið fram mikla hrifningu og gæsahúð.  Í lokalaginu ,,Put  your  hand in the hand,, má segja að allur söfnuðurinn hafi iðað í sætum sínum, sungið með kórnum og Hjalta og klappað í takt. Þetta var virkilega mikil og góð upplifun fyrir  alla þá fjölmörgu sem komu í Þorgeirskirkju þetta fallega vetrarkvöld.

líf og fjör í lokalaginu, put your hand in the hand.
líf og fjör í lokalaginu, put your hand in the hand.