Elvis-gospel í Þorgeirskirkju.

0
71

Fréttatilkynning:

Nú er það Elvisgospel-guðsþjónusta í Þorgeirskirkju sunnudagskvöldið           10. mars kl. 20.00.

þessa gullfallegu mynd tók Kristjana
þessa gullfallegu mynd tók Kristjana Agnarsdóttir

 

 

 

 

 

 

Söngfélagið Sálubót syngur vel valin Elvis Presley gospellög og Hjalti Jónsson söngfugl syngur einsöng með syngjandi sálum.   Jaan Alavere stýrir tónlistardýrðinni með styrkri hendi.

Elvis Presley

Elvis Presley

Sr. Sunna Dóra Möller prestur flytur prédikun.

Nú er að fjölmenna í eitt dásamlegasta tónlistarhús landsins, þar sem lífið sækir fram. Verið öll hjartanlega velkomin!!

Bolli Pétur Bollason.