Elvar sigurvegari Tónkvíslarinnar – Harpa vann grunnskólakeppnina

0
83

Elvar Baldvinsson vann sigur í Tónkvíslinni 2016, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í kvöld í íþróttahúsinu á Laugum. Elvar söng lagið „Nothing really matters“.

Elvar Baldvinsson að flytja sigurlagið
Elvar Baldvinsson að flytja sigurlagið

Í öðru sæti varð Þórdís Petra sem söng lagið „Will you still love me tomorrow“ og í þriðja sæti varð Ágústa Skúladóttir sem söng lagið „The Best“. Kristján og Lundarnir áttu vinsælasta lagið, en það lag var hlutskarpast í símakosningunni. Þeir sungu lagið „Sorry“ með Justin Biber og var búið að íslenska textann.

Harpa Ólafsdóttir singur sigurlagið í grunnskólakeppninni
Harpa Ólafsdóttir söng sigurlagið í grunnskólakeppninni

Harpa Ólafsdóttir úr Borgarhólsskóla vann grunnskólakeppnina þegar hún sögn lagið „Dancing on my own“. Alexandra Dögg varð í öðru sæti með lagið „Listen“ og Andrea Pétursdóttir varð þriðja með lagið „Breakeven“. Lagið „My heart will go on“ sem Elfa Mjöll söng var valið vinsælasta lagið í símakosningunni. Þær eru allar úr Borgarhólsskóla Húsavík.

IMG_5782
Eyþór Ingi átti stórkostlegt kvöld

Eyþór Ingi var sérstakur gestur Tónkvíslarinnar í ár og sló hann algjörlega í gegn með glæsilegri frammistöðu. Eyþór söng fimm lög með hljómsveitinni Galiley, sem átti líka alveg frábært kvöld.

Ingólfur Víðir og Andri Hnikarr á sviðinu í kvöld
Ingólfur Víðir og Andri Hnikarr á sviðinu í kvöld

Kennarar og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fengu loksins að stíga á svið og tók lagið „Dancing in the street“ við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

Kristján og Lundarnir
Kristján og Lundarnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir frá Tónkvíslinni eru komnar inn á facebooksíðu 641.is .