Elsti íbúi Þingeyjarsveitar Friðrik Glúmsson klippti á borðann við vígslu Vaðlaheiðarganga

0
627

Mjög góð mæting var í dag á opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga. Allir viðburður í göngunum í dag voru afar vel sóttir og fólk hafði mikla ánægju af. Og ekki síður voru mjög margir viðstaddir sjálfa formlegu opnunina upp úr kl. 16 í dag. Frábær stemning var í kaffisamsætinu í Valsárskóla og þar var þétt setinn bekkurinn í dag, sérstaklega milli kl. 17 og 18. Það segir sitt um fjölda fólks sem lagði leið sína í göngin í dag að bæta þurfti við nokkrum rútuferðum frá Akureyri upp í göngin til þess að anna eftirspurn. Frá þessu segir á facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.

Fjölmenni var við vígslu Vaðlaheiðarganga.

Um borðaklippingu sáu tveir eldri borgarar, búsettir í sveitarfélögunum beggja vegna Vaðlaheiðar. Hólmfríður Ásgeirsdóttir, 92 ára og búsett á Svalbarðsströnd, og Friðrik Glúmsson, sem verður 100 ára í sumar og er elsti íbúi Þingeyjarsveitar. Frá þessu segir á rúv.is og þar má einnig horfa á viðtal við Friðrik af þessu tilefni.

Fleiri myndir má skoða hér.