Eldsmiðurinn Gunnar frá Hálsi

0
213

Norðurlandamótið í eldsmíði fór fram á Safnasvæðinu á Akranesi s.l.  helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið hér á landi, íslenskir eldsmiðir hafa tvívegis áður tekið þátt í Norðurlandamóti.

Keppt var í þremur flokkum einstaklinga: ófaglærðir, sveinar og meistarar, svo var einnnig keppt í þriggja manna liðum.

Keppendur voru samtals 24.

Milli 40 og 50 erlendir smiðir sýndu eldsmíði og smíðagripi. Gripirnir voru margs konar, t.a.m. lásar, pottar og kúabjöllur. Einnig sýndu milli 30 og 40 íslenskir smiðir bæði færni sína og smíðisgripi,  gestir fjölmenntu á Safnasvæðið talið er að um 3.000 manns hafi verið þar og fylgst með eldsmiðunum að störfum. Það þurfti auðvitað ekki að spyrja að okkar manni, honum Gunnari frá Hálsi í Kinn hann nældi sér í þriðja sætið í flokki meistara.

Gunnar B.Þ. Gunnarsson frá Háls í Kinn, myndin er tekin á Gásum í sumar.
Gunnar B.Þ. Gunnarsson frá Háls í Kinn, myndin er tekin á Gásum í sumar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit urðu sem hér segir.

Meistaraflokkur eldsmiða
1 Therese Engdal Svíðjóð
2 Jan Remøe Noregi
3 Gunnar B. Þ. Gunnarsson Íslandi

Útskrifaðir eldsmiðir
1. Torbjörn Malm Noregi
2. Linus Ljungren Svíþjóð
3. Óskar Páll Hilmarsson Íslandi

Opinn flokkur
1. Mats Petersen Svíþjóð
2. Einar Sigurðsson Íslandi
3. Leiv Rune Jordal Noregi

Þriggja manna lið, þar sem keppt var að því að lengja tein sem mest

1. Íslendingar
2. Svíar
3. Danir