Eldgosið í Holuhrauni – Myndir

0
399

641.is fékk sérstakt leyfi fyrir fréttaleiðangri upp að gosstöðvunum í Holuhrauni í dag, með dyggri aðstoð Hjálparsveitar Skáta í Reykjadal. Veðrið var ákjósanlegt, bjart og þurrt og sennilega það besta síðan gosið hófst. Töluverður kraftur er í gosinu og gýs á fjórum stöðum á sprungunni. Hraunrennslið er að mestu til norð-austurs, en lítil 3-5 metra há hrauntunga rennur mjög hægt til norð-vesturs yfir áraura-Jökulsár á Fjöllum. Vísindafólk var að stöfum við gossöðvarnar í dag og flugvélar og þyrlur sveimuðu yfir. Eftir um tveggja klukkutíma viðdvöl á staðnum bárust svo skilaboð í talstöð og sms um að rýma svæðið í skyndi vegna aukins óróa og var þá ekið í Drekaskála við Öskju.

Efstu myndina og myndbandið tók Kristinn Ingi Pétursson á gosstöðvunum í dag. (Smella á myndir til að stækka.) Myndband verður birt síðar í kvöld

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
056conv
Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

 

 

2010-06-06 16.52.27
Eldgosið í Holuhrauni 3. september. Mynd 641
Hraunjaðarinn er 3-5 m hár. Storknað að utan en glóandi að innan.
Hraunjaðarinn er 3-5 m hár. Storknað að utan en glóandi að innan. Mynd: 641