Eldfjöll og sjóðandi leirhverir – öðruvísi Tunglganga!

0
144

Laugardaginn 15.júní n.k.,, nákvæmlega á miðnætti munu 88 menn og konur, íklædd vörumerki samtakanna sem eru fjörlega skreyttir brjóstahaldarar, halda af stað frá Jarðböðunum Í Mývatnssveit, og kraftganga heila maraþonlengd umhverfis Mývatn, í björtu íslensku sumarnóttinni og hinu stórfenglega og einstaka landslagi sem Mývatnssveit býður upp á. Tilgangurinn er að safna peningum og vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini, Göngugarpar,komnir víða að frá Bretlandseyjum, hópast til Lands elds og ísa um næstu helgi til að taka þátt í alveg einstakri áskorun.

Mynd frá upphitun göngunnar í fyrra.
Mynd frá upphitun göngunnar í fyrra.

 

The MoonWalk Iceland er skipulagt af hinni verðlaunuðu bresku góðgerðarstofnun Walk the Walk, sem einnig skipuleggja Tunglgöngur í London og Edinborg.

 
Verðlaunin sem þátttakendur fá að lokinni þessari miklu áskorun er, auk ánægjunnar, að njóta þess að baða sig og hvíla þreytta fætur í Jarðböðunum í Mývatnssveit.
Meðal þáttakenda í Moonwalk Iceland 2013 eru 55manns sem eru að taka þátt í 3ja landa áskorun, þ.e. að kraftganga þrjú Maraþon á aðeins fimm vikum, í London, Edinborg og við Mývatn. Og tveir af þeim ganga enn lengra, því þeir gengu tvöfalt maraþon í Edinborg. Edinborgar-maraþonið var um síðustu helgi,þ.e. 8.júní s.l.
Fjármunirnir sem Walk the Walk safnar með því að skipuleggja viðburði sína fara beint til stuðnings við rannsóknir á brjóstakrabbameini, og til samtaka sem veita stuðning af ýmsu tagi til þeirra sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.

Walk the Walk leggur mjög mikla áherslu á að hvetja bæði konur og karla til að huga vel að og taka ábyrgð á heilsu sinni með því að stunda líkamsrækt, ekki síst kraftgöngu.
Samtökin Walk the Walk voru stofnuð fyrir 17 árum síðan, og hafa á því tímabili, til þessa dags, safnað yfir 87 milljónum punda til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.

Frekari upplýsingar veitir: María Axfjörð, Markaðsstofu Norðurlands, maria@nordurland.is, sími 860-1959

  • Frekari upplýsingar um  The  MoonWalk Iceland 2013, og aðra viðburði og starf samtakanna, er að finna á vefsíðunni  www.walkthewalk.org