Ekkert lát er á jarðhræringum undir Bárðarbungu og Dyngjujökli. Frá miðnætti hafa orðið yfir 500 skjálftar á svæðinu. Í nótt kl 01:26 varð skjálfti uppá M5,7 og er hann sá stærsti sem mælst hefur frá því að hrinan hófst laugardaginn 16. ágúst. Frá þessu segir í tilkynningu frá Almannavörnum

Nú laust fyirr hádegi (11:56) varð jarðskjálfti við jökulsporðinn Dyngjufjökli. Hann var M4,6 (EMSC M4,4) að stærð og á 8 km dýpi. Nokkrar tilkynningar hafa borist frá Akureyri um að hann hafi fundist þar. Almannavarnir fylgjast með þróun mála.