Eitt gull og tvö silfur hjá Hafdísi í dag

0
81

Hafdís Sigurðardóttir vann ein gullverðlaun og tvö silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg í dag. Hafdís var í sveit Íslands í 4×400 m boðhlaupi kvenna sem sigraði með yfirburðum, en þær komu í mark tæpum 4 sek. á undan næstu sveit. Tími sveitarinnar var 3:40,97 mín.

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir

Hafdís Sigurðardóttir vann svo til silfuverðlauna í 200 m hlaupi kvenna, en hún kom í mark á 23,82 sek. Þetta er bæting á hennar persónulega árangri, en hún átti best 24,00 frá í fyrra.

Hafdís var svo í sveit Íslands sem varð í öðru sæti í 4×100 m hlaupi á eftir sveit Kýpur. Íslenska sveitin kom í mark á tímanum 46,43 sek.

Nárar á fri.is