“Ég er blár og marinn og fötin rifin og tætt”

0
267

Sigurður Haraldsson mótmælandi var snúin niður af þingverði við Alþingishúsið í dag, en tilefnið var að hópur mótmælenda sem Sigurður var í, krítaði töluna 888 á götuna fyrir utan Alþingishúsið. Þá fór þingvörður út með slöngu og hóf að spúla gangstéttina. Þessi sami þingvörður sneri Sigurð Haraldsson niður í gangstéttina, þegar Sigurður hafði afskipti af þessum þrifum hjá þingverðinum. Frá þessu er sagt á vef Stundarinnar í dag. Atvikið náðist á myndband sem skoða má hér neðst í fréttinni.

Sigurður Haraldsson endurheimti Lýðræðið í vikunni
Sigurður Haraldsson

Sigurður ritar eftirfarandi á facebooksíðu sína eftir atburði dagsins.

“Fórum nokkur að Alþingi að minna á okkur og fengum krítara til að skrifa 888 sem táknar að það eru 888 dagar frá því Alþingi samþykkti að hefja rannsókn á falli bankana til saksóknara. Ekkert hefur gerst í þeim efnum ennþá. Við byrjuðum á að kríta á gangstéttina fyrir framan inngang Alþingis í óþökk þingvarða sem létu ekki kyrrt liggja heldur sóttu brunaslöngu inn í Alþingi og sprautuðu á krítaran og það sem hann var að kríta, einnig sprautuðu þeir á annan stað sem var rétt handan hornsins á Alþingishúsinu, við það reyndi ég að stöðva þann sem var með slönguna en skipti þá engum togum að hann grítti mér í götuna eins og um væri að ræða hriðjuverkamann af versta toga. Ég er blár og marinn og fötin rifin og tætt! Þingverðir kölluðu til lögreglu sem komu með sýrenuvæli á þrem bílum, 8 manns. Hvert stefnum við með þetta þing og verðina ásamt paronoja lögreglunni?”

Í spjalli við 641.is sagðist Sigurður ætla til læknis á morgun og ákveða svo í kjölfarið hvort hann muni kæra verknaðinn.