Dreifing á sorptunnum hófst á bæi í Þingeyjarsveit í dag

0
166

Gámaþjónusta Norðulands hóf í dag dreifingu á sorptunnum á öll heimili í Þingeyjarsveit. Íbúar í Reykjadal fengu fystu tunnurnar í dag en gert er ráð fyrir að dreifing á sorptunnunum taki allt að hálfan mánuð. Framkvæmdir við nýjan gámavöll hefjast von bráðar og á hann að vera tilbúinn til notkunar fyrir veturinn. Hann verður staðsettur rétt vestan við Stórutjarnaskóla á iðnaðarsvæðinu í landi Stóru Tjarna.

Sorptunnur sem íbúar fá á næstunni
Sorptunnur sem íbúar fá á næstunni

Í tilkynningu frá Gámaþjónustunni segir að hvert heimili sem greiðir sorphirðugjald fái þrjár tunnur. Eina tunnu með bláu loki undir pappírsefni. Eina tunnu með grænu loki undir plast umbúðir og málma og sú þriðja undir sorp til urðunar.

Nánari upplýsingar um flokkun er að finna í bæklingi sem dreift var í vetur og á vef Þingeyjarsveitar og heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands.

Mikilvægt er að finna ílátum góðan stað með tilliti til fokhættu og aðgengis. Okkar starfsmenn munu reyna að hitta á heimilisfólk þegar dreift er og svara spurningum sem mögulega vakna.

Eins er gott að senda fyrirspurnir og óskir um t.d stærri ílát á nordurland@gamar.is. Síminn hjá okkur er 4140200 og við reynum að greiða skjótt úr málum sem koma upp.

Fyrsta hreinsun er ráðgerð í viku 38 þann 20 og 21 september þá á sorpi til urðunar í annað hólf bílsins og pappírsefnum í hitt. Munaðarlausir gámar í sveitinni verða fjarlægðir upp úr því. Sorphirðudagatal verður svo útbúið að fyrstu hreinsun lokinni.