Dr. Alexander Kr. Smárason með fyrirlestur.

0
314

Kvenfélögin vestan Fljótsheiðar þ.e.a.s. í Fnjóskadal, Bárðardal og Ljósavatnshreppi, stóðu fyrir því að fá Dr. Alexander Kr. Smárason fæðingar og kvensjúkdómalækni til að halda fyrirlestur sem heitir “Tíðahvörf og hormónameðferð”. Fyrirlesturinn var í matsal Stórutjarnaskóla miðvikudagskvöldið 27. nóvember. Konur úr Þingeyjarsveit fjölmenntu, enda fyrirlesturinn opinn öllum konum. Alexander lét þess getið í upphafi að hann tæki ekki greiðslu fyrir að halda þennan fyrirlestur fyrir kvenfélagskonur, vegna þess hve kvenfélög vítt og breitt hefðu alltaf verið rausnarleg við Fæðingardeildina á Akureyri, og að það skipti deildina svo miklu máli, allar þær gjafir sem kvenfélögin hafa fært FSA, en hann bað þær bara að halda áfram að hugsa fallega til fæðingardeildarinnar, og brosti.

Hann vakti m.a. athygli á, að á fæðingardeildinni væri til mónitor sem fylgist með hjartslætti barnsins í fæðingu, en nú er komið á markað viðbótartæki sem setja má í eða tengja við mónitora til að fylgjast með, bæði hjartslætti móður og barns, en því miður væri mónitorinn á FSA svo gamall að ekki er hægt að tengja þetta tæki við hann.

Dr. Alexander Kr. Smárason
Dr. Alexander Kr. Smárason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesturinn var sem fyrr segir um hormónameðferð við tíðahvörf. Alexander er svo sannarlega fræðari af lífi og sál. Hann virtist langa svo mikið til að fræða konurnar um svo miklu miklu meira efni, en hægt er að meðtaka á einni kvöldstund. Í fyrirlestrinum kom fram að um 20% kvenna finna aldrei fyrir neinum óþægindum við tíðarhvörf, 60% fá einhver óþægindi og 20% verða fyrir miklum óþægindum. Alexander byrjaði fræðsluna á smá líffræði og talað svo um hormónagjöf, og lagði mikla áherslu á að auðvitað ætti að bæta lífsgæði kvenna, þegar það er hægt, án áhættu. Hann talaði um þá gömlu mítu, að halda því fram að hormónagjöf væri hættuleg eða að einhverju leyti óeðlileg. Hann sagði frá rannskókn um að hormónagjöf eykur ekki hættu á hjarta og kransæðasjúkdómum eða beinþynningu, hjá heilbrigðum konum sem eru undir 60 ára aldri og hefja lyfjagjöf tiltölulega snemma. Alexander vildi vekja sérstaka athygli á eftirfarandi.

 

Konur eru oftast yngri en 55 ára við upphaf meðferðar með tíðahvarfahormónum.

Meðferð með tíðahvarfahormónum sem hefst fljótlega eftir tíðahvörf hjá heilbrigðum konum, er örugg.

Eins og við aðra lyfjagjöf þá þurfa að vera veiðeigandi ábendingar fyrir notkun tíðahvarfahormóna og notkunin verður að vera læknisfræðilega rétt.

Mikilvægt er að konur sem stuttu eftir tíðahvörf þjást af tíðahvarfaeinkennum sé gefinn kostur á meðferð með kvenmormónum.

 hlustað af athygli
hlustað af athygli


 

 

 

 

 

 

Þetta var sérlega skemmtilegur fyrirlestur og fræðandi. Kvenfélagskonur buðu uppá ilmandi jólate, kaffi, piparkökur, kleinur og súkkulaði. Þetta var hin notalegasta kvöldstund. Salurinn var nánast fullur af frísklegum og áhugasömum konum á öllum aldri, sem héldu vel upplýstar út í kvöldið.

formenn kvenfélaganna. Sigríður Baldursdóttir, Torfhildur Sigurðardóttir og Hlíf Guðmundsdóttir.
formenn kvenfélaganna. Sigríður Baldursdóttir, Torfhildur Sigurðardóttir og Hlíf Guðmundsdóttir.