DIMMA í Léttsteypunni í kvöld

Frítt inn

0
246

Hljómsveitin DIMMA ætlar að slá upp í veislu í Léttsteypunni í kvöld, fimmtudaginn 17. ágúst kl 21:00. Frítt er á þennan viðburð!

DIMMA hefur skipað sér í flokk allra vinsælustu hljómsveita landsins á síðustu árum. Sveitin hefur komið fram á hundruðum tónleika út um allt land og gefið út fjölmargar plötur og mynddiska. Tónleikar Dimmu hafa verið sendir út í sjónvarpi og útvarpi og sveitin hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. DIMMA vann “Flytjandi ársins” á Hlustendaverðlaununum 2016 og hlaut Krókinn – sem er sérstök viðurkenning RÚV fyrir lifandi flutning á árinu 2014.

DIMMA

Stefán Jakobsson : Söngur
Ingó Geirdal : Gítar
Silli Geirdal : Bassi
Birgir Jónsson : Trommur